Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Peningum stolið af ferðamönnum
Peningum var stolið af ferðamönnum við ferðamannastaðinn Geysi.
Laugardagur 25. janúar 2020 kl. 13:04

Peningum stolið af ferðamönnum

Erlendir ferðamenn tilkynntu í vikunni peningaþjófnað til lögreglunnar á Suðurnesjum. Um var að ræða rúmlega 300 þúsund krónur í pundum og evrum sem þeir sögðu að stolið hefði verið úr bifreið sinni  þar sem hún stóð á bílastæði við Geysi. Ekki gátu þeir veitt nánari upplýsingar og er málið í rannsókn.

Þá varð þriggja bíla árekstur á Sunnubraut í Keflavík í vikunni. Ökumaður ók aftan á bifreið sem kastaðist þá á bifreið sem var kyrrstæð fyrir framan hana. Tveir ökumannanna sem í hlut áttu fundu til verkja eftir óhappið og ætluðu sjálfir að leita til læknis. Sama átti við um einn farþega.
Enn fremur stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum ökumann sem var réttindalaus undir stýri. Var um ítrekað brot að ræða..
Fáeinir voru svo staðnir að hraðakstri í vikunni.

Public deli
Public deli