Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Óvissustig Almannavarna er enn í gildi við Grindavík
Miðvikudagur 11. mars 2020 kl. 11:40

Óvissustig Almannavarna er enn í gildi við Grindavík

Undanfarna sólarhringa hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í nágrenni við Reykjanes miðað við virkni þar í síðustu viku. Áfram mælast þó jarðskjálftar á svæðinu. Jarðskjálftavirkni hefur verið nokkur þar síðan um miðjan febrúar.

Virkni við Grindavík

Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni við Þorbjörn að undanförnu. Ekkert landris mælist lengur og líklegasta skýringin sé að kvikuinnflæði sé lokið í bili. Óvissustig Almannavarna er enn í gildi.