Fréttir

Óvenju hátt hlutfall prófað eða nota nikótínpúða
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 22. janúar 2021 kl. 07:54

Óvenju hátt hlutfall prófað eða nota nikótínpúða

„Samkvæmt niðurstöðum úr könnun (Ungt fólk) frá Rannsóknum og greiningu sem gerð var í 8.–10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar kom fram að óvenju hátt hlutfall nemenda hafa prófað eða nota nikótínpúða.

Púðarnir eru bannaðir börnum undir átján ára aldri og varað er við notkun þeirra þar sem púðarnir geta verið banvænir. Of stór skammtur getur verið banvænn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ég legg til að tekið verði saman forvarnarefni um skaðsemi níkótínpúða og sent til allra skóla og foreldra barna á unglingastigi í Reykjanesbæ,“ segir í tillögu sem Anna Sigríður Jóhannesdóttir, fulltrúi D-lista í lýðheilsuráði, lagði fram á síðasta fundi ráðsins.

Lýðheilsuráð tekur undir tillöguna og felur lýðheilsufulltrúa að móta verkefnið. Þar til löggjöf verður breytt og aðgengi takmarkað hvetur lýðheilsuráð söluaðila til þess að takmarka sýnileika nikotínpúða eftir fremsta megni.