Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Óskað eftir upplýsingum um sorphreinsun
„Það er víða pottur brotinn í umgengni við umhverfið,“ skrifar Tómas J. Knútsson, foringi Bláa hersins, við þessa mynd sem hann birti á samfélagsmiðlum.
Föstudagur 27. janúar 2023 kl. 14:52

Óskað eftir upplýsingum um sorphreinsun

Sjálfstæðisflokkurinn hefur, með bókun frá 12. janúar 2023, óskað eftir upplýsingum um sorphreinsun í Reykjanesbær fyrir jól og fram til dagsins í dag og að bæjarstjóri komi þessum spurningum á framfæri við framkvæmdastjóra Kölku.

1. Vegna óveðurs fór hreinsun sorps í Reykjanesbæ úr skorðum. Hversu mikil seinkun var á hreinsun sorps á þeim stöðum sem ekki var um ófærð að sorpílátum að ræða?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

2. Er eðlilegt að það líði fjórar vikur á milli þess sem sorp er ekki tekið, á stað þar sem snjór er ekki fyrirstaða þ.e. að íbúar hafa hreinsað frá sorpílátum?

3. Hvað annað en ófærð veldur þessari miklu seinkun á sorphreinsun?

Undir bókunina rita þau Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Birgitta Rún Birgisdóttir, Sjálfstæðisflokki.