Nettó
Nettó

Fréttir

Óska eftir sex hæðum með 44 herbergjum
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 09:33

Óska eftir sex hæðum með 44 herbergjum

Hótel Keilir, sem staðsett er við Hafnargötu í Keflavík, hefur lagt inn fyrirspurn til bæjaryfirvalda um stækkun hótels með viðbyggingu austanmegin, sem verði alls sex hæðir með 44 herbergjum. 
 
Þá verður undirgöngum í byggingunni frá Hafnargötu verði lokað og komið yrði fyrir lyftu. Einnig er óskað eftir lóðarstækkun. 
 
Erindi var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 26. október 2018 en frestað og óskað eftir nánari gögnum sem nú hafa verið lögð fram á uppdráttum dags 8. mars 2019. Nánari gagna er þörf, segir umhverfis- og skiðulagsráð en gera þarf enn betur grein fyrir aðgengi og erindi hótelsins því frestað.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs