Fréttir

Opna aðstöðu til að veita íbúum Grindavíkur sálgæslu og stuðning
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 19:33

Opna aðstöðu til að veita íbúum Grindavíkur sálgæslu og stuðning

Viðbragðs- og rýmingaráætlanir að verða tilbúnar

Viðbragðsáætlun vegna náttúruhamfara í og við Grindavík er að verða tilbúin en um eitthundrað manns hafa síðustu þrjár sólarhringa unnið að uppfærslu á viðbragðsáætlun fyrir Grindavík. Áætlunin er upp á um 90 blaðsíður og mun nýtast öllum viðbragðsaðilum. Samhliða viðbragðsáætluninni er einnig að verða tilbúin rýmingaráætlun fyrir Grindavík. Þessari vinnu mun ljúka öðru hvoru megin við komandi helgi.

Í dag fór fram fjölskipaður fundur almannavarna með öllum viðbragðsaðilum á Suðurnesjum, auk aðila frá orkufyrirtækjum og fleirum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Víkurfréttir hittu Fannar Jónasson, bæjarstjóra í Grindavík nú undir kvöld þar sem hann greindi okkur frá vinnunni sem hefur átt sér stað og hvað sé framundan en til stendur að opna aðstöðu þar sem Rauði krossinn mun veita þeim sem þurfa sálgæslu og stuðning en óvissuástandið sem lýst var yfir vegna landriss við Þorbjörn hefur vakið ótta hjá mörgum bæjarbúum í Grindavík.

Viðtalið er í spilaranum hér að neðan.