Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Ók upp á gangstétt við grunnskóla
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 13. september 2021 kl. 12:55

Ók upp á gangstétt við grunnskóla

Umferðaróhapp varð við Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ á níunda tímanum í morgun þegar ökumaður virðist hafa misst stjórn á bifreið sinni og hafnað upp á gangstétt.

Atvikið átti sér stað við gangbraut sem liggur frá skrúðgarðinum og yfir á skólalóðina. Mikil mildi má það vera að slysið hafi ekki orðið skömmu fyrr þegar skólabörnin streymdu að skólanum um átta en mörg þeirra eiga leið þessa tilteknu gangbraut.

Lögregla var að störfum á slysstað þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði og gat hún engar upplýsingar veitt um aðdraganda slyssins, það væri í rannsókn.

Public deli
Public deli

Meðfylgjandi myndir tók Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, og þær sýna að illa hefði getað farið ef slysið hefði gerst á þeim tíma sem börnin eru á leið í skólann.