Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Of stór ró í lendingarbúnaði orsök brotlendingar
Mánudagur 6. apríl 2020 kl. 13:47

Of stór ró í lendingarbúnaði orsök brotlendingar

Meginorsök brotlendingar Boeing 757 flugvélar Icelandair 7. febrúar sl. á Keflavíkurflugvelli er talin vera sú að ró í lendingarbúnaði af rangri stærð gerði það að verkum að hjólabúnaður gaf sig í lendingunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Í flugvélinni voru 166 farþegar og sex manna áhöfn og þótti mikil mildi að flugmönnum tókst að lenda þannig að enginn meiddist.

Public deli
Public deli

Óeðlilegt hljóð heyrðist um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður. Vélin féll stuttu síðar á hægri hliðina. Í skýrslunni kemur fram að við rannsókn á vettvangi hafi komið í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn sem og fylgihlutur. Þessir hlutir fundist á brautinni, ekki langt frá þar sem vélin snerti fyrst brautina í lendingu.

Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída.