Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Oddfellowar á Suðurnesjum færðu Velferðarsjóði 3,2 milljónir króna
Bryndís Garðarsdóttir, yfirmeistari Rbst. Eldeyjar og Páll Fanndal, yfirmeistari Oddfellowstúkunnar Njarðar með Þórunni Þórisdóttur, forstöðukonu Velferðarsjóðs Suðurnesja.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 17. nóvember 2020 kl. 15:06

Oddfellowar á Suðurnesjum færðu Velferðarsjóði 3,2 milljónir króna

Þann 5. nóvember síðastliðinn afhentu deildir Oddfellowreglunnar I.O.O.F. í Reykjanesbæ styrk til Velferðarsjóðs Suðurnesja að fjárhæð 3,2 milljónir króna.

Nú á þessum fordæmalausu tímum eru íbúar á Suðurnesjum að takast á við mikla erfiðleika og atvinnuleysi hefur aldrei verið hærra. Á tímum sem þessum er áríðandi að samfélagið standi saman og hlúi að þeim sem minna mega sín. Velferðarsjóður Suðurnesja hefur á undanförnum árum verið sá aðili sem hægt hefur verið að leita til eftir stuðningi og hefur sjóðurinn stutt börn og fullorðna með ýmsum hætti.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Upphaf Oddfellowreglunnar á Suðurnesjum má rekja til ársins 1976 en eitt af grunngildum hennar er að líkna bágstöddum.

Í Reykjanesbæ eru eftirtaldar Oddfellowregludeildir starfandi:

Oddfellowstúkan Njörður, Rebekkustúkan Steinunn, Oddfellowbúðirnar Freyr, Oddfellowstúkan Jón forseti og Rebekkustúkan Eldey.