bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Nýjar skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll í samráðsgátt
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 19. júlí 2019 kl. 15:03

Nýjar skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll í samráðsgátt

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt nýjar skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 13. september 2019. Reglurnar verða einnig auglýstar í Lögbirtingablaðinu og kynntar á vef Isavia.

Skipulagsreglurnar eru settar í samræmi við heimild í 59. gr. laga um loftferðir, nr. 60 frá 1998. Þær hafa að geyma fyrirmæli um starfsemi og starfsheimildir innan flugvallarins, reglur um hindranafleti og fleira. Tilgangur og markmið reglnanna er:

Að tryggja flugöryggi vallarins með því að binda í skipulag hæðartakmarkanir sem nauðsynlegar eru vegna öryggis flugvallarstarfseminnar.

Að einfalda umfjöllun og ákvarðanatöku um hæðir húsa innan og í nágrenni flugvallarins.

Að tryggja flugöryggi vallarins og flugumferðar með því að binda í skipulag takmarkanir á notkun leysigeisla.

Með reglunum er verið að festa í sessi skipulag hindranaflata vallarins og þar með takmarkanir á hæðum húsa, trjáa og annarra mannvirkja á tilteknum svæðum. Eru hindranafletir þessir byggðir á skilgreiningum alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt með lögum. Einnig er verið að festa í sessi eftir ákvæðum sömu skuldbindinga, laga og reglugerða, takmörkun á notkun leysigeisla innan tiltekinna svæða.

Nánar hér.