Fréttir

Myndir af gosinu í morgun - lítið gos
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 20. mars 2021 kl. 09:05

Myndir af gosinu í morgun - lítið gos

Verulega hefur dregið úr virkni gossins í Fagradalsfjalli en þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í morgun með vísindamenn á vegum Veðurstofu Íslands yfir gosstöðvunum. Meðfylgjandi myndir eru frá gæslunni úr þeirri ferð.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sagði í morgun að um mjög lítið gos sé að ræða en að blátt ský hafi legið yfir eldstöðvunum í morgun sem sé merki um gosmengun. Ekkert bendi til hættu í byggð.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024