Fréttir

Mörg umferðaróhöpp og margir hraðir á brautinni
Laugardagur 27. febrúar 2021 kl. 11:12

Mörg umferðaróhöpp og margir hraðir á brautinni

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni.
Þriggja bifreiða árekstur varð á Njarðarbraut þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem þá hafnaði á þriðju bifreiðinni sem var kyrrstæð. Tveir kenndu verkja eftir óhappið en ekki var um meiri háttar meiðsl að ræða.
Þá varð umferðaróhapp, einnig á Njarðarbraut, þegar bifreið var ekið inn í hlið annarrar. Engin meiðsl urðu á fólki.
Ökumaður ók svo út af á Norðurljósavegi og var bifreiðin óökuhæf eftir. Ökumann sakaði ekki.
Á annan tug ökumanna voru kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 131 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá voru nokkrir teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna og fáeinir óku sviptir ökuréttindum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024