Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Fréttir

Mörg börn ekki í bílbeltum á leið í leikskólann
Myndin er tekin á leikskóla á Suðurnesjum en tengist ekki beint fréttinni.
Þriðjudagur 8. janúar 2019 kl. 15:20

Mörg börn ekki í bílbeltum á leið í leikskólann

Alltof margir voru með öryggismálin í ólagi þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af á milli 25-30 ökumönnum þegar könnuð var notkun öryggisbúnaðar ökumanna og afar dýrmæts farms þeirra, litlu barnanna sem voru á leið í leikskólann.

Í ljós kom að allt of margir voru með öryggismálin í ólagi og er það miður, segir í tilkynningu frá löggunni. „Of mörg börn voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði. Það að ferðin sé svo stutt eða þá að fólk sé í tímaþröng er óafsakanlegt þegar kemur að öryggi okkar sjálfra og barnanna okkar í umferðinni. Við skulum öll leggjast á eitt og laga þetta þannig að allir verði með þetta í lagi þegar við verðum næst við samskonar eftirlit við leik- eða grunnskóla í umdæminu.
Eitt af stóru markmiðum okkar allra er að koma í veg fyrir slysin.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs