Fréttir

Milda áhrif hækkunar fasteignamats í Grindavík
Frá Grindavík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 3. júlí 2019 kl. 13:00

Milda áhrif hækkunar fasteignamats í Grindavík

„Grindavíkurbær hefur ávallt haft það að leiðarljósi að milda áhrif hækkunar fasteignamats vegna fasteignagjalda og mun gera það á árinu 2020,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur á fasteignamati fyrir árið 2020.

Tekið var fyrir bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna fasteignamats 2020 sem er að hækka um 9,6% frá árinu 2019.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þá hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvatt sveitarfélög til þess að hækka gjaldskrár sínar um 2,5% að hámarki á árinu 2020, en minna ef verðbólga verður lægri.