Fréttir

Mikilvægt að auka tekjur og fjölbreyttari atvinnutækifæri
Laugardagur 6. júní 2020 kl. 07:11

Mikilvægt að auka tekjur og fjölbreyttari atvinnutækifæri

„Nú eru blikur á lofti um að tekjur minnki verulega og ekki endalaust hægt að leggja auknar álögur á bæjarbúa. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að auka tekjur með fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum. Þar þarf Reykjanesbær að gegna lykilhlutverki,“ segir í bókun minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem Margrét A. Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjanesbæ  lagði fram  við afgreiðslu ársreiknings á fundi bæjarstjórnar 2. júní sl.

„Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fagnar því að samkvæmt ársreikningi 2019 er Reykjanesbær undir lögbundnu skuldaviðmiði. Afkoman er mjög góð, rúmlega 5 milljarðar, sem skýrist að mestu af einskiptistekjum s.s. tekjum af svokölluðum Magmabréfum, bókhaldsfærslum og 15% hækkun á tekjum af fasteignasköttum, samkvæmt endurskoðunarskýrslu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D), Margrét A. Sanders (D), Gunnar Þórarinsson (Á) og Margrét Þórarinsdóttir (M).