bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Mikill eldur í íbúð við Framnesveg
Vettvangur brunans við Framnesveg. VF-mynd: Hilmar Bragi
Sunnudagur 27. október 2019 kl. 13:58

Mikill eldur í íbúð við Framnesveg

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk útkall á fimmta tímanum í nótt vegna elds í íbúð í fjölbýlishúsi við Framnesveg í Keflavík. Sex íbúðir eru í húsinu, sem er í eigu bæjarins.

Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði mikill eldur út um svaladyr íbúðar á fyrstu hæð. Sú íbúð skemmdist mikið og reykur barst upp í íbúðina fyrir ofan. Það var íbúi þar sem varð fyrst var við eldinn og kallaði eftir aðstoð slökkviliðs. Hiti var mikill í brunanum og sprungu m.a. rúður í húsinu.

Enginn var í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en fólki í öðrum íbúðum hússins var gert að yfirgefa heimili sín á meðan á slökkvistarfi stóð.

Lögregla fer með rannsókn eldsupptaka.