Sporthúsið
Sporthúsið

Fréttir

Mikið magn kannabisefna fannst í geymslu
Föstudagur 8. október 2021 kl. 10:20

Mikið magn kannabisefna fannst í geymslu

Mikið magn kannabisefna fannst í geymslu íbúðarhúsnæðis í umdæmi lögreglunnar í vikunni þegar þar var gerð húsleit að fenginni heimild. Að auki fundust þar tól ætluð til undirbúnings fíkniefnasölu.

Fjármundir fundust einnig í geymslunni og hjá húsráðanda sem var handtekinn grunaður um sölu fíkniefna. Hann játaði eign sína á efnunum en neitaði að stunda sölu.

Karlmaður sem var að koma frá Amsterdam í gær reyndist vera með kannabisefni í fórum sínum þegar tollverðir stöðvuðu hann. Tekin var af honum vettvangsskýrsla.