Nettó
Nettó

Fréttir

Mikið magn fíkniefna og vopna haldlagt
Þriðjudagur 2. apríl 2019 kl. 11:07

Mikið magn fíkniefna og vopna haldlagt

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á mikið magn af kannabisefnum og amfetamíni í húsleit sem gerð var í umdæminu um hádegisbil í gær. Einnig voru haldlögð skotvopn og fleiri tegundir vopna. Húsleitin var gerð að fenginni heimild og voru sjö manns handtekin og færð til skýrslutöku á lögreglustöð.
 
Málið er í rannsókn og því ekki unnt að veita frekari upplýsingar að sinni.
 
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs