Nettó
Nettó

Fréttir

Miðasala hefst á morgun
Fimmtudagur 9. ágúst 2018 kl. 11:03

Miðasala hefst á morgun

- Með diskóblik í auga

Miðasala á hátíðarsýningu Ljósanætur, Með diskóblik í auga, hefst á morgun á midi.is og er tilboðsverð fram til 15. ágúst nk.

Miðasala á hátíðarsýningu Ljósanætur, Með diskóblik í auga, hefst á morgun á midi.is en þeir sem eru snöggir að bregðast við geta tryggt sér miða á góðum afslætti.

Miðaverð fram til 15. ágúst er kr. 5.900. Fullt miðaverð er kr. 6.500.

Diskóið er í aðalhlutverki að þessu sinni en fram koma söngvararnir Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún, Valdimar og Pétur Örn en þeim til halds og trausts er stórhljómsveit, bakraddir og dansarar. 

Kynnir er Kristján Jóhannsson og er tónlistarstjórn í höndum Arnórs B. Vilbergssonar.

Skipuleggjendur lofa frábærri skemmtun í Andrews Theater á Ljósanótt 2018 og að venju má búast við óvæntum skemmtiatriðum.

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs