Fréttir

Miðasala á heimatónleika að hefjast
Föstudagur 10. ágúst 2018 kl. 15:56

Miðasala á heimatónleika að hefjast

- Sjö hús taka þátt á Ljósanótt 2018

Miðasala á Heima í Gamla bænum hefst föstudaginn 17. ágúst kl. 10 og eru áhugasamir hvattir til þess að tryggja sér miða í tíma en á síðasta ári seldist upp á viðburðinn á nokkrum klukkustundum.

Að þessu sinni taka þátt sjö hús með jafnmörgum hljómsveitaratriðum sem fram fara kl 21 og 22 en tónleikum lýkur kl. 23:00.

Í ár koma eftirtaldir tónlistarmenn fram: Hjálmar, 200.000 Naglbítar, Jónas Sig og Ritvélarnar, Kolrassa Krókríðandi, Ingó Veðurguð, Magnús og Jóhann og Valgeir Guðjónsson.

Miðasala verður á tix.is.