Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar
Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar

Fréttir

Með afar truflandi snjallúr við akstur
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 13:20

Með afar truflandi snjallúr við akstur

Óvenjulegt aksturslag ökumanns sem var á ferð eftir Reykjanesbraut í átt til Reykjanesbæjar vakti athygli lögreglunnar á Suðurnesjum sem var við eftirlitsstörf í gær. Bifreið hans var rásandi úti um allan veg og varla að tvær akbrautir dygðu til.

Ökumaðurinn reyndist allsgáður en gaf þá skýringu að snjallúrið sem hann bar væri afar truflandi. Af því hlytist stöðugt áreiti svo erfitt væri að haga hugann við aksturinn. Lögreglumenn ráðlögðu honum að taka af sér úrið góða þar til að móðir hans, sem hann var að sækja í flugstöðina, tæki við akstrinum. Hann féllst á það.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs