Optical Studio
Optical Studio

Fréttir

Margir á atvinnubílasýningu Heklu
Föstudagur 29. mars 2019 kl. 14:00

Margir á atvinnubílasýningu Heklu

Hjá Heklu í Reykjanesbæ hafa staðið yfir miklar endurbætur síðustu vikur og mánuði. Á dögunum var boðið til atvinnubílasýningar til að fagna verklokunum og kynna sýningarsal nýrra bíla og nýja vefverslun Heklu.
 
Á verkstæði Heklu í Reykjanesbæ starfa sérhæfðir starfsmenn á sérútbúnu verkstæði fyrir atvinnubíla og fólksbíla. Lyftur hafa verið endurnýjaðar og allur búnaður uppfærður sem vöntun hefur verið á. Þá hafa merkingar verið uppfærðar og bætt við framsetningu aukahluta.

Fjöldi fólks mætti á svæðið í tilefni sýningarinnar og skoðaði glæsilegt verkstæðið sem leit út eins og nýtt, bragðaði á ljúffengum hamborgurum sem grillaðir voru á staðnum og þess notið að skoða bílaúrvalið eins og Volkswagen Caddy, Crafter, Transporter og Amarok. Einnig var á svæðinu glæsilegur 33“ breyttur Mitsubishi L200 sem vakti mikla lukku.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á sýningunni.

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs