Fréttir

Makríllinn er mættur til Keflavíkur
Þessi pólski peyi fékk flottan makríl á stöngina. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 22. júlí 2020 kl. 11:41

Makríllinn er mættur til Keflavíkur

Makríllinn er mættur til Keflavíkur

 Makríllinn er mættur til Keflavíkur og fyrstu fiskarnir eru komnir á land. Veiðimenn á bryggjunni tóku fyrstu fiskana í gær þriðjudaginn 21. júlí og fyrsti báturinn sem kom með smá afla að landi var Votabergið úr Keflavík.

Sólning
Sólning

Votabergið fór í prufutúr seinni partinn og fékk ágætan slatta af makríl við ströndina í Helguvík. Makrílveiðar gengu ekki mjög vel síðustu tvö árin en mjög vel árin á undan.  Óvissa er með makrílveiðar í sumar.

Það myndast oft mikill fjöldi veiðimanna með stangir í Keflavíkurhöfn og þegar Víkurfréttir litu þar við voru nokkrir með stöngina úti og nokkrir fiskar komu á land. Beitan var misjöfn, allt frá bleikum gúmmíspúnum yfir í eitthvað fiskmeti. Þetta er mjög vinsælt sport hjá mörgum inflytjendum á svæðinu en einnig eru þó heimamenn innan um en þeir eru ekki eins duglegir að borða makrílinn.

Guðmundur Jens Guðmundsson hjá Saltveri myndar makrílinn.