Fréttir

Makríllinn er mættur - sjórinn kraumar frá Garðskaga og að Vogastapa
Það er vaðandi makríll um allan sjó. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 14:59

Makríllinn er mættur - sjórinn kraumar frá Garðskaga og að Vogastapa

Makríllinn er mættur í stórum og miklum torfum. Sjórinn kraumar allt frá Garðskaga og inn undir Vogastapa. Sést vel núna á tjarnsléttum sjónum hvernig hann kraumar við yfirborðið þar sem makríllinn stundar sínar veiðar.

Veiðimenn eru þegar komnir á bryggjurnar í Keflavík og Garði að reyna við makrílinn. Makrílbátarnir hljóta einnig að láta sjá sig á næstu dögum og þá verður heldur betur líf við höfnina í Keflavík sem undanfarin ár hefur verið stór þegar kemur að löndunum krókabáta á makrílveiðum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hér má sjá veiðimenn komna á bryggjuendann í Keflavík. Mynd: Einar Guðberg Gunnarsson