Fréttir

Maður dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að ráða eiginkonu sinni bana
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 17:08

Maður dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að ráða eiginkonu sinni bana

Karlmaður sem varð eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í mars á síðasta ári var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í apríl 2019 þar til í október þegar Landsréttur felldi það úr gildi. Var vísað til þess að konan gæti hafa látist af öðrum völdum en köfnun við hálstak mannsins.

Þinghaldið var lokað að beiðni verjanda mannsins. Aðalmeðferð í málinu fór fram um miðjan nóvember og stóð yfir í tvo daga.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Tilkynning barst Lögreglunni á Suðurnesjum um andlát konunnar í lok mars. Í byrjun var ekkert sem benti til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en að lokinni skoðun réttarmeinafræðings kom upp grunur um að maðurinn hafi ráðið konunni bana. Hann var handtekinn fjórum dögum eftir þá skoðun. Maðurinn var ákærður í júní þar sem ljóst þætti að hann hafi orðið konu sinni að bana með því að þrengja að háls hennar. Hann neitaði sök þegar ákæran var þingfest í byrjun júlí. Þar samþykkti dómari beiðni verjanda mannsins að þinghaldinu yrði lokað. Manningum var síðan sleppt úr haldi um miðjan október eftir að héraðsdómur hafði fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald.