Fréttir

Lýðheilsufræðingur ráðinn hjá Reykjanesbæ
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 14. ágúst 2019 kl. 10:26

Lýðheilsufræðingur ráðinn hjá Reykjanesbæ

Gengið hefur verið frá ráðningu Guðrúnar Magnúsdóttir í starf  lýðheilsufræðings á velferðarsviði Reykjanesbæjar. Guðrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, með meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisvísindum. Síðastliðin ár hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku barna og sem hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur í Heilsuskóla barnaspítalans, ásamt störfum á geðsviði Landspítalans. Guðrún mun hefja störf á haustmánuðum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024