Fréttir

Lilja fékk sent Fagradalshraun
Fagradalshraun skal það heita. VF-mynd/Hjálmar Árnason.
Þriðjudagur 8. júní 2021 kl. 10:21

Lilja fékk sent Fagradalshraun

Nafn á nýju hrauni og gígum við Fagradalsfjall var til afgreiðslu á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Með vísan til laga nr. 22/2015 hafði bæjarráð Grindavíkur lagt til við bæjarstjórn að nýtt hraun austan Fagradalsfjalls verði nefnt Fagradalshraun.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs og vísar örnefninu til staðfestingar hjá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.