Fréttir

Líkaði greinilega vel móttökur viðbragðsaðila í Reykjanesbæ
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 16:27

Líkaði greinilega vel móttökur viðbragðsaðila í Reykjanesbæ

„Í nótt var ekki rétti tíminn til að spyrja ferðalanganna How do you like Iceland, en þeim líkaði greinilega vel móttökur viðbragðsaðila í Reykjanesbæ,“ skrifar Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum, á fésbókina.

Í færslunni þakkar hann bæjarstjóra Reykjanesbæjar, lögreglunni, björgunarsveitunum, sjáflboðaliðum og starfsmönnum flugþjónustufyrirtækjanna fyrir sitt framlag, „sem er jú grunnurinn að því að þrátt fyrir erfiða stöðu fara ferðalangarnir þokkalega ánægðir frá Reykjanesbæ,“ skrifar Hannes.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hann notar tækifærið og bendir á að alltaf vanti sjálboðaliða til starfa hjá Rauða Krossinum til margvíslegra starfa.