bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Lengsta hunda-hlaupabraut landsins á Patterson-velli
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 20. júlí 2019 kl. 12:36

Lengsta hunda-hlaupabraut landsins á Patterson-velli

Á fundum Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar undanfarið hafa verið ræddar tillögur um að hafa hundagerði á grasbalanum við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík. Hundagerði þarf hins vegar gott landrými svo hundar geti hlaupið um og þá hentar svæðið í Grófinni ekki. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að staðsetja hundasvæðið á Patterson-vellinum. Sú hugmynd hefur fengið góðan hljómgrunn. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfir Patterson-völl. Þarna er örugglega ein lengsta hunda-hlaupabraut landsins eins og sjá má :)

Hér er hvutti að viðra eigendur sína á Patterson fyrir fáeinum dögum.