Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Leggja nýjar stofnlagnir fyrir heitt og kalt vatn til Grindavíkur
Fimmtudagur 6. október 2022 kl. 09:06

Leggja nýjar stofnlagnir fyrir heitt og kalt vatn til Grindavíkur

HS orka og HS veitur hafa sótt sameiginlega um framkvæmdaleyfi fyrir gerð lagnaskurðar og lagningu nýrra stofnlagna ferskvatns og hitaveitu, um þriggja kílómetra leið frá virkjun við Svartsengi að tengistöðum ofan bæjarstæðis Grindavíkur.

Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 og er þar gerð grein fyrir framkvæmdinni og fjallað ítarlega um hana. Er því fallið frá grenndarkynningu, segir í afgreiðslu bæjarstjórnar Grindavíkur, sem samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á málinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stofnæð fyrir kalt vatn á þessari leið rofnaði í jarðskjálftum síðsumars og þurfti þá að ráðast í tafarlausa viðgerð.