bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Lausaganga katta áfram leyfð í Grindavík
Þriðjudagur 18. júní 2019 kl. 23:48

Lausaganga katta áfram leyfð í Grindavík

Töluverðar umræður sköpuðust um lausagöngu katta á fundi umhverfis- og ferðamálanefndar Grindavíkur á dögunum í kjölfar erindis sem barst nefndinni um bann við lausagöngu katta í Grindavík.

Í gögnum nefndarinnar segir að haft var samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og ljóst er að mjög erfitt getur reynst að framfylgja banni við lausagöngunni. Nefndin getur því ekki orðið við erindinu.