Max 1
Max 1

Fréttir

Langtímaveikindi kosta um 200 milljónir á árinu
Fimmtudagur 26. september 2024 kl. 06:08

Langtímaveikindi kosta um 200 milljónir á árinu

Kostnaður sem hlýst af langtímaveikindum starfsfólks menntasviðs Reykjanesbæjar stefnir í að verða 200 milljónir á árinu 2024 en árið 2023 nam þessi upphæð 136 m.kr.

Í ljósi kostnaðar sem áætlaður er í ár vegna langtímaveikinda starfsfólks menntasviðs Reykjanesbæjar vill menntaráð bæjarins leggja til að skoðaður verði fýsileiki þess að ráða inn starfsmann í mannauðsdeild Reykjanesbæjar sem hefur umsjón með mannauðsmálum menntasviðs. Með þessu er mögulegt að bæta líðan starfsfólks sviðsins og þannig lækka þann kostnað sem hlýst af langtímaveikindum starfsfólks sem stefnir í 200 milljónir á árinu 2024, eins og áður segir. Í máli Sverris Bergmanns, bæjarfulltrúa Samfylkingar, á síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram að sambærileg sveitarfélög eru með fjóra til sex starfsmenn í mannauðsdeild.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Umbótar, sagði í bókun á bæjarstjórnarfundinum taka undir mikilvægi þess að ráða inn starfsmann í mannauðsdeild Reykjanesbæjar.

„Það þarf að greina þann vanda sem er nú til staðar hjá starfsfólki menntasviðs, hver er ástæðan á bak við öll þessi langtímaveikindi. Eins og staðan er í dag þá erum við að tala um 200 milljónir í greiðslu til starfsfólks sem hefur farið í langtímaveikindi. Miðað við þann kostnað sem hlýst af langtímaveikindum þá sjáum við að það endurspeglar starfsaðstæður kennara og það þarf svo sannarlega að hlúa betur að þeim,“ segir m.a. í bókun Margrétar.