Omnis
Omnis

Fréttir

Langanes vélarvana utan við Sandgerði
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 24. febrúar 2020 kl. 09:44

Langanes vélarvana utan við Sandgerði

Netabáturinn Langanes GK 525 varð í gær vélarvana utan við Sandgerði. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var kallað út og tók það Langanes í tog. Haldið var til Njarðvíkur, þar sem gert var við bilunina, sem ekki var talin alvarleg.

Hafnsögubáturinn Auðunn dró Langanes GK síðasta spölinn en Auðunn og Hannes Þ. Hafsein hjálpuðust svo að við að koma Langanesi GK að bryggju.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar bátarnir komu í höfn um miðjan dag í gær. VF-myndir: Hilmar Bragi