RNB heilsu- og forvarnarvika
RNB heilsu- og forvarnarvika

Fréttir

Lagðir verði fram skriflegir ferlar ef farið er fram úr fjárhagsáætlun
Mánudagur 12. september 2022 kl. 08:44

Lagðir verði fram skriflegir ferlar ef farið er fram úr fjárhagsáætlun

„Bæjarlistinn óskar eftir því að lagðir verði fram skriflegir ferlar ef farið er fram úr fjárhagsáætlun með tiltekin verk og þá tekið fram hvar og af hverjum leyfið er veitt ef um framúrkeyrslu er að ræða. Það er óeðlilegt að viðaukar séu lagðir fram í bæjarráði eftir að verk er hafið eða því lokið, án þess að farið hafi fram umræða í bæjarráði og samþykki fengið þar.“

Þetta kemur fram í bókun fulltrúa O-listans á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar við fundargerð 101. fundar bæjarráðs.