Fréttir

Lækka hámarkshraða á Skólavegi milli Hringbrautar og Hafnargötu
Sunnudagur 9. janúar 2022 kl. 06:49

Lækka hámarkshraða á Skólavegi milli Hringbrautar og Hafnargötu

Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt að lækka hámarkshraða á Skólavegi milli Hringbrautar og Hafnargötu. Hámarkshraði verður 30 km/klst. á kaflanum.

Gatan er húsagata milli Hringbrautar og Sólvallagötu en milli Sólvallagötu og Hringbrautar er sjúkrahús og Fjölskyldusetur en þó nokkur umferð gangandi fólks þverar götuna. Vegna aðkomu sjúkrabíla eru ekki lagðar til þrengingar eða aðrar hraðahindranir.