Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Kosningablað Víkurfrétta komið út
Þriðjudagur 10. maí 2022 kl. 20:39

Kosningablað Víkurfrétta komið út

Það er kosningabragur á Víkurfréttum í þessari viku. Blaðið er 32 síður og troðfullt af áhugaverðu efni.

Í blaðinu er heimsókn á Byggðasafnið á Garðskaga þar sem við skoðum Verzlun Þorláks Benediktssonar. Spurningar eru lagðar fyrir oddvita framboða í Reykjanesbæ og greint er frá formlegri vígslu slökkvistöðvar Brunavarna Suðurnesja í máli og myndum. Mulan eru gerð skil í flottri myndaopnu og þá eru fluttar fréttir af fyrstu úthlutun Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar. Fastir liðir eru á sínum stað, eins og FS-ingur vikunnar, Ung(menni) vikunnar, lokaorð, skólapistill úr Vogum og aflafréttir.

Public deli
Public deli

Rafræn útgáfa Víkurfrétta er hér að neðan en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á morgun, miðvikudag, á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum.