HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Fréttir

Kórónuveiran laumaði sér um borð í Baldvin Njálsson GK
Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK-400. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 17. janúar 2022 kl. 11:38

Kórónuveiran laumaði sér um borð í Baldvin Njálsson GK

Frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK-400 var snúið til hafnar á laugardag eftir að grunur um kórónuveirusmit kom upp um borð. Heilbrigðisstarfsfólk tók á móti skipinu í Hafnarfirði þar sem sýni voru tekin af öllum í 28 manna áhöfn. Alls reyndust 26 smitaðir af kórónuveirunni.

Frystitogarinn var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum í sinni fyrstu alvöru veiðiferð þegar grunur um smit um borð kom upp á laugardagsmorgun. Arnar Óskarsson skipstjóri segir í samtali við Vísi í morgun að til allrar hamingju séu allir skipverjar tiltölulega hraustir. Veiran hafi laumað sér um borð því allir í áhöfn hafi farið í PCR-próf og hraðpróf áður en lagt var í veiðiferðina.

Public deli
Public deli

Tvær áhafnir eru á skipinu, sem skiptast á að fara í veiðiferðir sem taka um mánuð hver. Áhöfnin sem núna er í einangrun mun halda veiðiferðinni áfram þegar hún losnar úr einagruninni og mannskapurinn er orðinn hress. Áætlað er að það verði í byrjun næstu viku.