Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Konum í flugnámi fer fjölgandi
Fimmtudagur 11. mars 2021 kl. 11:32

Konum í flugnámi fer fjölgandi

Nemendur sem stunda nú nám við Flugakademíu Íslands eru 268 og er fjórðungur þeirra konur en þeim hefur farið fjölgandi.

Flestir leggja stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur þeim farið ört fjölgandi á undanförnum árum, 37 konur stunduðu atvinnuflugnám við Keili árið 2018 en nú eru þær 65 talsins.

Public deli
Public deli

Meðalaldur nemenda er 26 ár. Yngstir eru nemendur í einkaflugmannsnámi en meðalaldur þeirra er 23 ár, aldurstakmark í það nám er lægra en í atvinnuflugmannsnámið eða sextán ára í stað átján. Hæst hlutfall nemenda, 68%, er búsett á höfuðborgarsvæðinu en 18% búa á Reykjanesinu.

Við Flugakademíu Íslands starfa 84 kennarar. Flestir þeirra starfa eða hafa starfað sem atvinnuflugmenn hjá flugfélögunum og margur hver stundað nám við skólann. Þar af kenna 60 verklegan hluta námsins og eru þrír nemendur í þjálfun fyrir hvern verklegan flugkennara. Þá starfa einnig flugumferðarstjórar og veðurfræðingur við kennslu. Skólinn rekur átján kennsluvélar, átta fjögurra sæta vélar og tíu tveggja sæta.