Fréttir

Kennsla fellur víða niður
Rauðar viðvaranir eru í gangi á morgun í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.
Fimmtudagur 13. febrúar 2020 kl. 18:06

Kennsla fellur víða niður

Kennsla fellur niður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á morgun, föstudaginn 14. febrúar vegna óvenju slæmrar veðurspár og viðvarana frá Veðurstofu og Almannavörnum. Nemendur eru hvattir til að nýta daginn til náms og vinna samkvæmt kennsluáætlun.

SUÐURNESJABÆR

Allt skólahald í leik- og grunnskólum Suðurnesjabæjar fellur niður á morgun föstudaginn 14. febrúar vegna slæmrar veðurspár. Einnig fellur niður allt skólastarf í tónlistarskólum Suðurnesjabæjar. Skert starfsemi verður hjá öðrum stofnunum bæjarins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

GRINDAVÍK

Allt skólahald leik-, grunn- og tónlistarskólum í Grindavík fellur niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar vegna slæmrar veðurspár.

REYKJANESBÆR

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði fellur allt skólahald í leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Sama gildir fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

VOGAR

Vegna afspyrnu slæmrar veðurspár mun öll starfsemi á vegum Sveitarfélagsins Voga liggja niðri föstudaginn 14. febrúar. Þetta þýðir að grunnskólinn, leikskólinn, íþróttamiðstöð, skrifstofa og félagsmiðstöð verða lokaðar.