Fréttir

Kaupa sláttuvél á tæpar níu milljónir
Mánudagur 22. febrúar 2021 kl. 08:39

Kaupa sláttuvél á tæpar níu milljónir

Golfklúbbur Grindavíkur er að kaupa nýja brautarsláttuvél fyrir golfvöllinni að Húsatóftum við Grindavík. Í fjárfestingaáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir 6,5 milljónum króna til verksins. Vélin kostar 8.640.816 kr. og á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur var óskað eftir viðauka að fjárhæð 2.141.000 króna til að mæta verðmuninum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verið fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Vogar aðalskipulag
Vogar aðalskipulag