Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Katlar minnisvarðar um skipsströnd á Garðskaga
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 24. maí 2020 kl. 09:03

Katlar minnisvarðar um skipsströnd á Garðskaga

Skipsströnd voru tíð við Garðskaga á tuttugustu öldinni. Sjaldan hafa þó orðið mannskaðar vegna þeirra sem oft má þakka skjótum viðbrögðum heimamanna í Garði.

Siglingaleiðin fyrir Garðskaga er fjölfarin og var áður fyrr talin víðsjárverð. Þar ná grynningar langt út. Má þar nefna Garðskagaflös, Lambarif og Gerðahólma. Flest voru ströndin við Garðskaga og snemma var kallað eftir merkingum og að viðvaranir yrðu settar upp.

Public deli
Public deli

Gamli vitinn var byggður 1897 en áður höfðu verið sett upp leiðamerki á Garðskagatánni. Sjómenn vissu að flösin var um sjómíla á lengd og lægi í norður og vestur. Því var ráð að sigla djúpt fyrir en það tók aukinn tíma og kostaði meira eldsneyti.

Frá árinu 1903 hafa um fjörutíu skip strandað við Garðskaga, síðast 1987. Þá eru ótaldir smærri bátar sem hafa stranda á flösinni og verið dregnir út á næsta flóði.

Hugmynd kom upp í blaðaskrifum Sveinbjörns Egilssonar, sjómanns, árið 1916 að setja upp klukkudufl við flasarhausinn á Garðskaga. Til slíkrar klukku myndi heyrast langar leiðir í stillu og væri til viðvörunar í dimmviðri. Þó voru uppi efasemdir vegna mikils sjógangs en lagt var út flotdufl 1932 á tuttugu metra dýpi. Duflið var uppmjótt, hvítmálað og búið klukku sem hringdi þegar duflið hreyfðist.

Þegar horft er til hafs frá Garðskaga má sjá katla úr skipum sem hafa brotnað á Garðskagaflösinni. Katlarnir hafa verið þarna áratugum saman og haggast ekki þrátt fyrir óveður og brotsjói. Þá eru þarna einnig skipsvélar, öxlar og fleira. Margt er grafið í flösina eða komið undir þaragróður en katlarnir sjást vel úr landi.

Myndirnar með þessari umfjöllun voru teknar með dróna á stórstraumsfjöru í byrjun ágúst í fyrra. Katlarnir eru í um 800 metra fjarlægð frá gamla vitanum. Ekki er mælt með því að ganga að þeim þar sem þarna fellur hratt að og aðeins skammur tími á fallaskiptum.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson