Fréttir

Kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum
Miðvikudagur 15. júlí 2020 kl. 17:04

Kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í byrjun vikunnar kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Um var að ræða tæplega sjötíu plöntur á ýmsum vaxtarstigum. Ræktuninni hafði verið komið fyrir á efri hæð hússins.

Þrír voru handteknir vegna málsins og færðir til skýrslutöku. All mikill búnaður sem notaður var við ræktunina var haldlagður.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri  upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook - síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: https://www.facebook.com/lss.abending/

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024