Sbarro
Sbarro

Fréttir

Jólatré komið til bjargar í Garði
Jólatréð í Garði fær stuðning frá dráttarvél áhaldahúss Suðurnesjabæjar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 26. nóvember 2020 kl. 16:42

Jólatré komið til bjargar í Garði

Starfsmenn áhaldahúss Suðurnesjabæjar komu jólatrénu í Garði til bjargar í dag. Áður en mesti veðurhamurinn skall á var böndum komið á tréð sem stendur á torgi við Gerðaveg. Dráttarvél í eigu bæjarins hélt við tréð svo ekki færi illa.

Starfsmenn áhaldahússins hafa reynslu af því að jólatréð á þessu torgi sé með vesen fyrir jólin. Þannig féll jólatré þar um koll árið 2001. Leikurinn endurtók sig svo í fyrra þegar upplýst jólatréð fauk um koll í óveðri þann 10. desember.

Svona fór fyrir trénu í fyrra. VF-mynd: Marta Eiríksdóttir