Fréttir

Jólalukkan 2020 kynnt í Víkurfréttum vikunnar
Þriðjudagur 1. desember 2020 kl. 20:07

Jólalukkan 2020 kynnt í Víkurfréttum vikunnar

Víkurfréttir koma út á morgun, miðvikudag. Blaðinu verður komið á dreifingarstaði um hádegi á morgun. Jólalukka Víkurfrétta og verslana er að hefjast og leikurinn er kynntur á myndarlegan hátt í blaði vikunnar.

Í Víkurfréttum í þessari viku er viðtal við Guðberg Reynisson hjá Cargoflutningum en hann settist á skólabekk hjá MSS fyrir nokkrum árum og var á dögunum valin fyrirmynd í námi fullorðinna af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson, atvinnumaður í knattspyrnu, er í viðtali í blaðinu.

Við höldum áfram að hita upp fyrir jólin og í blaðinu svara nokkrir Suðurnesjamenn spurningum í aðdraganda jóla.

Lífið á Vellinum er ný bók sem Dagný Gísladóttir er að gefa út. Dagný er í viðtali og við birtum kafla úr bókinni og fjölda mynda.

Fastir liðir eru í blaðinu eins og menntapistill, aflafréttir og Lokaorð sem Örvar Þór Kristjánsson skrifar í þessari viku.

Rafræna útgáfu blaðsins má lesa hér að neðan.