Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Fréttir

Jóhann velti Silju úr 2. sætinu sem ætlar ekki að þiggja 3. sætið
Jóhann, Silja og Halldóra.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 20. júní 2021 kl. 18:10

Jóhann velti Silju úr 2. sætinu sem ætlar ekki að þiggja 3. sætið

Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ og framkvæmdastjóri Keilis á Ásbrú varð 2. í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem lauk í gær. Hann velti Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingkonu úr 2. sætinu sem hún hefur skipað en flokkurinn var með tvö þingsæti í síðustu kosningum. Silja gaf það út eftir úrslitin að hún muni ekki þiggja 3. sætið. Þau sóttust bæði eftir 2. sætinu en Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra, gaf einn kost á sér í 1. sætið. 

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir úr Reykjanesbæ varð í 4. sæti í prófkjörinu.

Public deli
Public deli

Niðurstöður úr prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi

  1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi975 atkvæði í 1. sæti
  2. Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ552 atkvæði í 1. - 2. sæti
  3. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ589 atkvæði í 1. – 3. sæti
  4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ616 atkvæði í 1. – 4. sæti
  5. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg773 atkvæði í 1. – 5. sæti

3121 á kjörskrá

1165 greiddu atkvæði 37,5% kjörsókn.

Sigurður Ingi fékk samtals 95,7% gildra atkvæða. 

 Þann 26. júní verður auka Kjördæmisþing á Marriott hótel í Keflavík þar sem allur listinn verður borinn til samþykktar.