bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Jóhann ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkur
Þriðjudagur 24. mars 2020 kl. 07:17

Jóhann ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkur

Jóhann Árni Ólafsson hefur verið ráðinn forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar og mun hann taka við starfinu af Hermanni Guðmundssyni í sumar. Jóhann Árni er með BS gráðu í íþróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá sama skóla.

Undanfarin ár hefur hann verið forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG og meistaraflokks kvenna.