Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

Jarðskjálftarnir í mikilvirkustu eldstöðinni á öllum Reykjanesskaga
Þráinsskjöldur, mikilvirkasta eldstöðin á Reykjanesskaganum, er þar sem jarðskjálftar dagsins hafa verið.
Föstudagur 26. febrúar 2021 kl. 18:42

Jarðskjálftarnir í mikilvirkustu eldstöðinni á öllum Reykjanesskaga

Nær allir jarðskjálftar dagsins hafa verið staðbundnir í eða við Þráinsskjöld sem er einna mikilvirkasta eldstöðin á öllum Reykjanesskaga.

Um Þráinsskjöld er skrifað á vefnum VisitReykjanes: „Hraunbunga mikil norðaustur af Fagradalsfjalli. Litlar minjar eldsumbrota eru í hvirfli bungunnar en geysimikil hraun hafa runnið frá henni til suðurs, vesturs og þó miklu mest til norðurs, hefur hraunið runnið kringum Keili og Keilisbörn og nær kaffært Litla Keili. Heita hraunbreiður þessar einu nafni Þráinsskjaldarhraun og nær það austan frá Vatnsleysuvík og vestur að Vogastapa. Þannig stendur öll byggð í Vogum og Vatnsleysuströnd í þessu hrauni. Talið er að Þráinsskjaldarhraun hafi runnið fyrir um 9000 árum. Þráinsskjöldur er einna mikilvirkasta eldstöðin á öllum Reykjanesskaga.“