Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Jarðskjálftar gera Grindvíkingum lífið leitt
Fimmtudagur 19. mars 2020 kl. 17:55

Jarðskjálftar gera Grindvíkingum lífið leitt

Tveir jarðskjálftar upp á M3,0 og M3,3 hafa orðið á þessum sólarhring í Grindavík. Fjölmargir aðrir skjálftar hafa orðið í bænum nú síðdegis. Margir þeirra finnast vel.

Þannig urðu þrír skjálftar sem mældust M2,7, M2,6 og M2,3 á tveggja mínútna tímabili núna um kl. 17:30. Fjölmargir aðrir minni skjálftar hafa orðið.

Public deli
Public deli

Af samfélagsmiðlum má lesa að bæjarbúar í Grindavík eru orðnir bæði þreyttir og pirraðir á skjálftunum og leggur óhug að fólki, enda það síðasta sem bæjarbúar vilja gera að þurfa að flýja að heiman á sama tíma og veirufaraldurinn COVID-19 er hratt vaxandi.

Fréttin verður uppfærð.

kl. 17:56 varð skjálfti upp á M3,1 á sömu slóðum.