Fréttir

Jarðskjálftahrina enn í gangi
Föstudagur 13. mars 2020 kl. 11:40

Jarðskjálftahrina enn í gangi

Hrinan sem hófst norðaustur af Grindavík í gær er enn í gangi en mikið hefur dregið úr henni frá því í gærkveldi. Í gær kl. 10:26 varð skjálfti af stærð M5,2 um 5 km NA af Grindavík. Talsvert af eftirskjálftum fylgdu í kjölfarið. Skjálftinn er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti af stærð M5,2 í nágrenni við Reykjanestá.

Skjálftinn fannst viða um suðvesturhornið, tilkyninngar komu frá Búðardal, Húsafelli og allt austur að Hvolsvelli.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í gær kl. 18:40 varð jarðskjálfti sem var 3,4 að stærð og annar kl. 18:42, 3,3 að stærð um 3km austnorðaustur af Grindavík. Tilkynningar bárust frá Grindavík um að þeir hafi fundist.

Ekkert landris mælist lengur. Óvissustig Almannavarna er enn í gildi.