Fréttir

Jákvæð niðurstaða  vel á sjötta milljarð
Guðbrandur Einarsson í ræðustól á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ.
Laugardagur 6. júní 2020 kl. 07:06

Jákvæð niðurstaða vel á sjötta milljarð

„Bæjarsjóður skilar þrátt fyrir breytingu jákvæðri rekstrarniðurstöðu sem nemur vel á sjötta milljarð,“ segir m.a. í bókun meirihluta Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem Guðbrandur Einarsson lagði fram á bæjarstjórnarfundi í vikunni við afgreiðslu ársreiknings 2019.

Þar segir einnig:
„Í drögum að ársreikningi sem lagður var fram til fyrri umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi var að finna einskiptis tekjufærslu upp á 1.288 milljónir sem endurskoðendur sveitarfélagsins leggja nú til að hljóði upp á 728 milljónir eins og kemur fram í endurskoðendaskýrslu sem fylgir með ársreikningi.

Þetta byggja þeir á verðmati tveggja fasteignasala sem fyrir liggur.

Sú tekjufærsla sem birtist í fyrri umræðu um ársreikning byggðist hins vegar á mismun á yfirtökuverði og bókfærðu verði eignanna, sem aftur byggðist á þeim skuldum sem á eignunum hvíldu þegar þær voru keyptar yfir í bæjarsjóð sínum tíma.

Þrátt fyrir að ekki sé að fullu ljóst hvert raunverulegt virði þessara eigna er og þrátt fyrir að óheppilegt sé að leiðrétting sem þessi skuli eiga sér stað á milli umræðna um ársreikning, telur meirihluti bæjarstjórnar engu að síður rétt að fara að tilmælum endurskoðenda, enda hefur þessi niðurfærsla hvorki áhrif á skuldaviðmið né á handbært fé bæjarsjóðs.“

Guðbrandur Einarsson (Y), Díana Hilmarsdóttir (B), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).

Til máls tóku Baldur Þórir Guðmundsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Ársreikningur 2019 samþykktur 10-0. Margrét Þórarinsdóttir sat hjá.